[column-half-1]
Ma Maison
Il ne manque presque rien
dans ma maison
presque rien
Il lui manque la cheminée
on s’y fait
Il lui manque les murs
et les tableaux aux murs
Il faut s’y faire
Il ne manque pas grand-chose
dans ma maison
Il lui manque la cheminée
Elle ne fume pas pendant ce temps
Il lui manque les murs et les fenêtres
et les portes
Mais elle est confortable ma maison
S’il vous plaît
Asseyez-vous
N’ayez pas peur
Nous allons manger un morceau
rompre le pain
goûter le vin
allumer l’âtre
Nous allons regarder
non admirer les tableaux
sur les murs
S’il vous plaît
entrez par les portes
ou par les fenêtres
sinon par les murs
[/column-half-1]
[column-half-2]
Húsið mitt
Það vantar næstum ekki neitt
á húsið mitt
næstum ekki neitt
Það vantar á það skorsteininn
Það venst
Það vantar á það veggina
og myndirnar á veggina
Það verður að hafa það
Það vantar ekki margt
á húsið mitt
Það vantar á það skorsteininn
Hann reykir þá ekki á meðan
Það vantar á það veggina
og gluggana
og dyrnar
En það er þægilegt húsið mitt
Gjörið svo vel
Fáið ykkur sæti
Verið ekki hrædd
Við skulum fá okkur bita
brjóta brauðið dreypa á víninu
kveikja upp í arninum
Horfa
nei dást að myndunum
á veggjunum
Gjörið svo vel
gangið inn um dyrnar
eða gluggana
ef ekki bara veggina
[/column-half-2]
Sigurður Pálsson (Islande)
Poèmes des hommes et du sel (Orphée/La Différence, 1993)
Traduit de l’islandais par Régis Boyer